Afurðir af algrónu landi

GRÆNLAMB

Sjálfbært beitiland í Kelduhverfi gefur neytendum kost á sauðfjárafurðum sem framleiddar eru í sátt við náttúruna

Lykilstaðreyndir

90% gróið land

Yfir 90% beitilands Keldhverfinga er vel gróið* samanborið við 38% á landsvísu. Um 9000 m2 af grónu landi eru fyrir hvert kíló lambakjöts.

*í tveimur bestu ástandsflokkum landvöktunarkerfis Grólindar

Nóg pláss

Gróðurfar beitilanda Kelduhverfis er afskaplega hentugt til beitarnýtingar. Meginhluti þeirra er í undir 300 metrum yfir sjávarmáli og víðfeðmt, hver kind hefur um 18 ha til beitar eða 180.000 m2!

Bætt afkoma

Grænlamb á að auka tekjur sauðfjárbænda. Hærra verð til bænda bætir afkomu og eflir búskap sem á undir högg að sækja.

Skoðanakönnun* sem gerð var á netinu sýndi að tæplega 50% myndu frekar kaupa lambakjöt af vel grónu landi. 80% þeirra væru tilbúin að borga meira fyrir það en annað lambakjöt

*á opnu facebook síðunum “Gamaldags matur” og “Matartips”

Vörurnar

Grænlamb stendur fyrir sauðfjárafurðir framleiddar af sauðfjárbændum í Kelduhverfi á víðáttumiklu algrónu mó- og kjarrlendi. 

Um verkefnið

Skilyrði fyrir framleiðendur

Viðmiðunarreglur frumframleiðanda 
  • Uppfylla öll skilyrði gæðastýringar í sauðfjárrækt samkvæmt reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr 511/2018 að viðbættum eftirfarandi skilyrðum:

    • Frávik á heimtum: ær sem heimtast utan sveitar skal annað hvort lógað eða ekki sett á undan þeim með það að markmiði að halda hlutfalli undir 1% af heildarfjárfjölda.

    • Fé sem virðir ekki girðingar eða gengur reglulega á vegsvæðum skal lógað eða ekki sett á undan þeim með það að markmiði að útrýma slíku fé.

  • Yfir 70% lamba send til slátrunar fyrir lok september. Miðað er við 5 ára meðaltal.*

*Um 10% heimtast eftir fyrstu göngur og eru undanskilin meðaltalsútreikningi.