Skilyrði fyrir framleiðendur
Viðmiðunarreglur frumframleiðanda
Uppfylla öll skilyrði gæðastýringar í sauðfjárrækt samkvæmt reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr 511/2018 að viðbættum eftirfarandi skilyrðum:
Frávik á heimtum: ær sem heimtast utan sveitar skal annað hvort lógað eða ekki sett á undan þeim með það að markmiði að halda hlutfalli undir 1% af heildarfjárfjölda.
Fé sem virðir ekki girðingar eða gengur reglulega á vegsvæðum skal lógað eða ekki sett á undan þeim með það að markmiði að útrýma slíku fé.
Yfir 70% lamba send til slátrunar fyrir lok september. Miðað er við 5 ára meðaltal.*
*Um 10% heimtast eftir fyrstu göngur og eru undanskilin meðaltalsútreikningi.
Notkunarreglur vörumerkis
Notendur merkisins eru framleiðendur sauðfjárafurða í Kelduhverfi og söluaðilar þeirra.
Einungis afurðir sauðfjár sem gengur í sameiginlegum beitilöndum Keldhverfinga eru markaðssettar og seldar undir merki Grænlambs.
Einungis má nota kennimerki (logo) Grænlambs á vöruumbúðir og kynningarefni með leyfi verkefnisstjórnar Grænlambs. Það skal notað eftir stöðlum kennimerkisins
Hlutverk verkefnisstjórnar Grænlambs
Staðfesta að þátttakendur uppfylli notkunarreglur vörumerkis
Fjalla um umsóknir um notkun kennimerkis Grænlambs
Kynning nýliða fyrir vörumerkinu
Uppfærsla heimasíðu og annars kynningarefnis
Regluleg endurskoðun notkunar- og viðmiðunarregla
Fylgjast með sölu, verðum og markaðssetningu
Fjármögnun verkefnis
Halda árlegan stöðufund með frumframleiðendum og söluaðilum þar sem farið er yfir ofangreind atriði