Hvers vegna Grænlamb?
Mikilvægt er að beina sauðfjárrækt inn á vel gróin beitilönd
Landnýting
Viðvarandi deilur hafa verið vegna landnýtingar illa gróins lands.
Gróðurþekja
Einungis 38% beitilanda á Íslandi eru vel gróin í samanburði við 90% lands í Kelduhverfi
Framleiðsla
Neysla lambakjöts dregst sífellt saman
Kolefnisspor
Kolefnisfótspor lambakjöts er stórt
"Framtíðarsýnin er að allar sauðfjárafurðir á Íslandi verði framleiddar á vel grónu landi & kolefnishlutlausar”
Sjálfbærni
Grænlamb byggir á sjálfbæru og vel grónu beitilandi
Neytendur
Grænlamb gefur neytendum kost á lambakjöti sem framleitt er í sátt við náttúruna
Verðmæti
Grænlamb eykur verðmætasköpun í landbúnaði og stækkar markaðinn
Af hverju?
Hver var kveikjan
Á vordögum 2021 sá Guðríður auglýsta “Hacking Norðurland”, nýsköpunarkeppni á netinu. Vopnuð hugmyndinni um að náttúrulegar aðstæður til framleiðslu sauðfjárafurða væru einstakar í Kelduhverfi fékk hún til liðs við sig tvo öfluga sveitunga sem einnig höfðu gengið með svipaðar hugmyndir í kollinum. Skemmst frá því að segja að þær komu, sáu og sigruðu í keppninni. Í framhaldinu hlutu þær myndarlegan styrk frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra til að vinna áfram með hugmyndina.
Teymið
MSc Skógfræði, sauðfjárbóndi í Lóni.
Skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni.
Eigandi Mórúna-ullarlitunar.
Guðríður Baldvinsdóttir
BSc Búvísindi, sauðfjárbóndi á Fjöllum 2.
Héraðsfulltrúi Landgræðslunnar.
Berglind Ýr Ingvarsdóttir
BSc Hestafræði, sauðfjárbóndi í Árdal.
Eigandi Árdalsafurða.
Héraðsfulltrúi Landgræðslunnar