Fjárbúskapur í Kelduhverfi

Fjárfjöldi í dag er sá minnsti síðan á átjándu-nítjándu öld.

Um aldamótin 1900 eru  um 3000 vetrarfóðraðar kindur. Sá fjöldi hélst nokkuðu stöðugur fram að fjárskiptum vegna mæðiveiki árið 1944, en þá var fé skorið niður á öllum bæjum. Samtals eru 2236 vetrarfóðraðar kindur í Kelduhverfi í dag.

Sögulegur fjárfjöldi

Árið 1945 samanstendur allur fjárstofninn af gemlingum. Á þeim tíma hófst bylgja í stofnun nýbýla og um 1950 hafði fjárstofninn meira en tvöfaldast frá því sem var fyrri part aldarinnar, eða í rúmlega sjö þúsund fjár. 

Sá fjöldi hélst nokkuð stöðugur næstu þrjá áratugina og náði hámarki um og upp úr 1975 þegar yfir átta þúsund vetrarfóðraðar kindur voru í Kelduhverfi.

Þá taka við nokkur köld ár og einnig hóf riðuveikin að grassera og fækkaði fé jafnt og þétt fram til 1985 þegar fjárfjöldinn var kominn niður í 5500 kindur. Þá var tekin sú ákvörðun að skera niður hjarðir á um helmingi allra jarða árið 1986 og fór við það fjárfjöldinn niður í rúmlega 2500 kindur. Einnig var skorið niður á einum bæ fyrst 1991 og síðan 1999. 

Þá taka við nokkur köld ár og einnig hóf riðuveikin að grassera og fækkaði fé jafnt og þétt fram til 1985 þegar fjárfjöldinn var kominn niður í 5500 kindur. Þá var tekin sú ákvörðun að skera niður hjarðir á um helmingi allra jarða árið 1986 og fór við það fjárfjöldinn niður í rúmlega 2500 kindur. Einnig var skorið niður á einum bæ fyrst 1991 og síðan 1999. 

Yfirleitt er byrjað að hleypa fé í heiðina eftir fyrstu vikuna í júní. Það fer þó eftir veðurfari. Fyrstu göngur eru ávallt fyrsta laugardag með og eftir 9.september og aðrar göngur viku seinna. Eftir 22.september er því meginþorri alls fjár farin úr sumarhögum í heiðinni. Beitartími í heiðinni er því rúmar 14 vikur. Stærsta hluta sláturlamba mætti senda í sláturhús án þess að þeim sé beitt á ræktað land áður.