Vöktun á gróðurfari

Nánar um Grólind

Hlutverk Grólindar er að “gera heildaryfirlit um stöðu gróður- og jarðvegsauðlinda með samþættingu á fyrirliggjandi gögnum, nýjum fjarkönnunargögnum, upplýsingaöflun í felti í samstarfi við almenning og neti af mælireitum.”

 

“Við þróun einfaldra vísa til að meta sjálfbærni landnýtingar er nauðsynlegt að hafa skilning á áhrifum mismunandi landnýtingar á uppbyggingu og virkni vistkerfa. Í verkefninu er stefnt að því að auka þennan skilning með vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum landsins, safna saman þeirri þekkingu sem þegar er til staðar og auka þekkingu okkar með rannsóknum.”

Af heimasíðunni grolind.is

 

Grólind vaktar gróður- og jarðvegsauðlindirnar og gefur reglulega út kort sem sýnir stöðumat af ástandi auðlindanna.

Skilgreininga á ástandsflokkum gróðurs

Á mynd til hægri sést flokkun beitilands Keldhverfinga í ástandsflokkana

  1. flokkur : svæði með takmarkaða virkni, lélegan vatnshag og/eða lítinn stöðugleika auk mikils rofs.
  2. flokkur: svæði með takmarkaða virkni, lélegan vatnshag og/eða lítinn stöðugleika auk mikils rofs.
  3. flokkur: eru oftast svæði með nokkra eða talsverða virkni og talsvert rof en geta einnig verið með litla virkni og lítið rof (t.d. mosavaxinn hraun) yfir í svæði með nokkuð háa vistgerðaeinkunn en rof er töluvert/mikið (t.d. vel gróin svæði með virkum rofabörðum).
  4. flokkur: eru svæði sem fá miðlungs einkunn fyrir vistgerðaflokk en eru með lítið rof eða svæði með háa vistgerðaeinkunn en nokkurt rof (t.d. mjög vel gróin svæði með einhverju rofi).
  5. flokkureru svæði með háa einkunn fyrir vistgerð og lítið rof