Þátttakendur og endursöluaðilar
Takmarkið er að vörur framleiddar undir vörumerkinu Grænlamb fáist víða, bæði beint frá býli, í völdum verslunum og kjötvinnslum. Einnig bjóði hótel og veitingastaðir upp á Grænlambskjöt.
Í byrjun verður hægt að kaupa vörur beint frá býli frá nokkrum bæjum í Kelduhverfi.
Sveitabæirnir
Í dag eru þessir bæir með vörur til sölu undir merkjum Grænlambs
Árdalur
Árdalsafurðir
Árdalsafurðir framleiða um 2,5 tonn af lambakjöti á ári og er allt selt beint frá býli. Kjötið er látið hanga í 5-7 daga eftir slátrun og er unnið í kjötvinnslu búsins sem fékk starfsleyfi haustið 2022. Vörur Árdalsafurða eru því unnar að fullu á jörðinni og eru afhentar fullmeyrnaðar. Hægt er að skoða og panta vörur á heimasíðunni (ardalur.is) og samfélagsmiðlunum facebook og instagram.
Lón 2
Mórúnir
Í Lóni eru um 520 vetrarfóðraðar kindur. Þar er rekið fyrirtækið Mórúnir með áherslu á ullarafurðir af eigin kindum. Mórúnir bjóða upp á jurtalitað band og band í sauðalitunum. Í Lóni eru líka ræktað forystufé og feldfé með áherslu á ullarnýtingu. Mórúnir eru bæði með gestastofu á bænum og vefverslun (morunir.is).
Til að panta smelltu hér:
Fjöll 2
Fjöll 2 bíður uppá lambaskrokka til sölu á haustin, slátrað og sagað í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. fjallabuid@gmail.com
862 8582
869 3484